Nú getur þú loksins nálgast alhliða kynfræðslu fyrir fullorðið fólk!

Ég vil skapa samfélag þar sem það er pláss til að skoða og læra um kynlíf og sig sem kynveru; þar sem leikur, gleði og forvitni ræður ríkjum.

Þessi kynfræðslu streymisveita er með kjarnaða fyrirlestra um kynlíf og viðtöl við sérfræðinga þar sem allir króka og kima kynlífs eru skoðaðir, og ekkert er okkur óviðkomandi. Þú getur bæði horft og hlustað, á hvaða tæki sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Hverjum þætti fylgir viðbótarfróðleikur í textaformi, hlekkir á tengdar vefsíður og rannsóknir svo þú getir kafað enn dýpra, ef áhuga er fyrir því.

Hér má ræða allt og skoða allt.

Ég vil gefa þér alla mína þekkingu á sviði kynfræði.

Gjörðusvovel.

Kynlíf snýst um sjálfsþekkingu og frelsi og nú loks sköpum við rými þar sem hægt er að leyfa sér að njóta. Hér er gengið út frá því að kynlíf sé leikur fullorðna fólksins, þar sé skemmtilegur ævintýraheimur með endalausri uppsprettu af ánægju og unaði.

Ég býð þér með mér í ferðalag; inn í hugarheiminn, líkamann, unaðinn, kynfærin og gleðina.