Hvað er „betra kynlíf“?

Betra kynlíf er kynfræðsla fyrir fullorðna. Fræðslan er í formi myndbanda sem samanstendur af kjörnuðum fyrirlestrum um ýmis kynlífstengd málefni með mér, Siggu Dögg kynfræðingi; viðtölum við aðra sérfræðinga, og opinskáar kynverur. 

 

Er verið að kenna hvernig á að stunda kynlíf?

Nei í rauninni ekki. Það er meira farið í hvað hefur áhrif á okkur sem kynverur og hvernig mótar það kynlífið okkar. Hér erum við frekar að kanna hugsanir, tilfinningar og upplifanir af kynlífi, hvernig við getum þjálfað okkur í að tala um kynlíf og skilið okkur betur sem kynverur. Við fræðumst um ólíkar hliðar kynlífs en ekki beina kynlífstæknifræði.

 

Fyrir hverja er „betra kynlíf“?

Allt fólk eldra en 18 ára. Óháð sambandsstöðu, kynhneigð, kyni, kynvitund, fjölda bólfélaga, blæti, og landfræðilegri staðsetningu. Ef þú dregur andann þá ertu kynvera og þá er „Betra kynlíf“ fyrir þig.

 

Er eitthvað kynlíf eða kynferðislega opinskátt efni sýnt í þáttunum?

Neibbs. Hér erum við bara að spjalla. Talið er vissulega opinskátt og engin orð bönnuð (allt fær að flakka!) en ekkert kynlíf er sýnt.

 

Hvar get ég horft á þetta?

Þú getur streymt „Betra kynlífi“ í vafranum þínum eða hlaðið niður appinu í spjaldtölvuna, símann eða snjallsjónvarpið og horft og/eða hlustað þaðan. Hverju myndbandi fylgir einnig hljóðskrá svo ef þú ert í stuði til að hlusta frekar en að horfa, þá getur þú það.

 

Hversu oft kemur nýtt efni inn?

Vikulega koma inn tveir nýjir þættir (viðtal og/eða fyrirlestur). Þú getur alltaf séð mánuð fram í tímann hvaða þættir eru væntanlegir.

 

Hvað kostar áskriftin?

Það eru tvær áskriftarleiðir sem þú getur valið um, mánaðarlegt gjald og ársgjald. Mánaðarleg áskrift er 4990 kr á tilboðsverði (maí 2022). Árs gjald er 3969 kr á mánuði á tilboðsverði (maí 2022), heildarárgjald er 47.628 kr á ári á tilboðsverði (maí 2022).

 

Hvað ef ég vil breyta áskriftarleiðinni minni?

Áskrifendur geta sjálfir stýrt því hvort þeir kaupi mánaðaráskrift eða ársáskrift. Sé keypt mánaðaráskrift þá geta áskrifendur sjálfir uppfært sig í ársáskrift inni á sínum notendareikningi. Árgjaldið er þá innheimt um leið. 

 

Hvað ef ég vil segja upp áskriftarleiðinni minni?

Áskrifendur geta sjálfir stýrt uppsögn á áskrift. Sé mánaðarlegri áskrift sagt upp tekur uppsögnin gildi næstu mánaðarmót. Sé keypt ársgjald þá lýkur þeirri áskrift þegar 12 mánaða tímabilið sem var keypt og greitt fyrir, tekur enda.

 

Hvað ef ég hef spurningu?

Þú getur alltaf haft samband við mig, Siggu Dögg kynfræðing. Þú getur valið hvort þú gerir það sem skilaboð undir myndbandinu sem þú varst að horfa á, með tölvupósti, eða í gegnum samfélagsmiðlana Facebook og Instagram. Bara það sem hentar þér best. Engar spurningar eru vitlausar eða rangar og er öllum spurningum svarað innan tveggja virkra daga.

 

Get ég séð spurningar annarra?

Mánaðarlega verður lifandi viðburður sem þér verður boðið að fylgjast með þar sem spurningar áhorfenda verða lesnar (auðvitað nafnlaust) og þeim svarað. Á viðburðinum verður einnig hægt að senda inn spurningar í beinu streymi. Að viðburði loknum þá fer upptakan inn á vefinn.

 

Get ég stungið upp á umfjöllunarefni?

Algjörlega! Og ég hvet þig til þess! Svo lengi sem það snertir kynverundina á einn eða annan hátt þá eru allar tillögur vel þegnar. Ég fer vítt og breytt í minni fræðslu og ekkert er mér óviðkomandi. Svo endilega – ef þú lumar á pælingu, skjóttu henni að mér.

 

Hvað ef ég vill vera með í „Betra kynlífi“?

Endilega heyrðu í mér! Kannski lumar þú á áhugaverðri reynslu eða þekkingu sem gæti gagnast fleirum. Skoðum þetta saman.