Byrjum á því að skilja tvö grunnhugtök og muninn á þeim tveimur.
Það getur nefnilega verið eitt að vilja sýna sig og annað að vilja sjá.
Exhibitionisti: fær kynferðislegt „kikk“ útúr því að sýna sig og láta aðra horfa á sig, annað hvort í nektinni og/eða í kynlífi. Hér getur þú hugsað um flassarann í rykfrakkanum. Sá sem sýnir.
Voyeristi: fær kynferðislegt „kikk“ útúr því að horfa á annað fólk, annað hvort í nakið og/eða í kynlífi. Sá sem horfir.
Hér þarf að aðgreina hvernig þetta er notað í almennu tali í blæti versus klínísk greining.
Samþykki er lykilorðið þar!
Þegar þetta er notað sem klínísk greining þá gengur örvunin hjá viðkomandi oft út á það að sá sem er verið að horfa á viti ekki af því, þannig er verið að njósna um viðkomandi og það án samþykkis. Sama með sýnimennskuna, kikkið felst í að sjokkera, koma á óvart, eins og flassarinn gerir. Það er augljóslega ekki með samþykki þess sem sér.
Þannig að við ætlum hér að ræða um þessi hugtök útfrá blæti eða kinki en ekki klíniskri greiningu.
Þessir tveir þættir eru nefnilega ansi algengir í klúbbasenunni, þ.e. það að vilja sýna sig og það að vilja horfa á aðra. Þú þarft ekki að fýla bæði, þú getur verið annað hvort eða þá að þú getur verið bæði (eða hvorugt, augljóslega).
En það er gaman að pæla í þessu og skoða, tengir þú við annað hvort eða jafnvel bæði?
Ef svarið er já – þá gætu kynlífsklúbbar verið algjör snilld fyrir þig.