Ef þú ert í áskrift – þá fékkstu aðgang að allri þessari fræðsluseríu í jólagjöf! Fylgdu einfaldlega leiðbeiningunum sem þú fékkst send í tölvupósti 🙂
Myndband þetta er eitt af yfir tuttugu myndböndum í seríunni „Kjaftað um kynlíf – foreldrar fræða börn sín“ sem byggir á uppseldri samnefndri handbók eftir Siggu Dögg kynfræðing. Myndböndunum er skipt eftir aldri barnsins en í þetta myndband er eitt af sex myndböndum sem fræða foreldra um hvað skuli ræða og hvernig við börn á aldrinum 12-15 ára.
Þannig að ef þú ert foreldri unglings á þessum aldri, þá er þetta myndband fyrir þig!
Í þessu myndbandi verður fjallað um hvernig þú ræðir um sjálfsfróun (já það þarf að ræða um það!) og af hverju hún er mikilvæg og kynlífstækjaeign (amk hvað þér finnst um að unglingurinn eigi kynlífstæki).
Af hverju ættir þú að fræða barnið þitt um kynlíf?
Kynfræðsla er því ferli sem helst út lífið á öllum æviskeiðum og er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Það má ímynda sér að hver þáttur sé einn kubbur, sem hægt er að raða saman á margs konar hátt. Það er því engin ein rétt eða röng leið til að ræða og fræða um kynlíf, því öll erum við einstök.
Það sem mestu máli skiptir er að hefja samræðurnar og það er alltaf réttur tími!