Rassagræjur eru orðnir mjög algengar og vinsælar og til í ansi mörgum græjuboxum. Og fjölbreytileikinn, maður minn! Það getur auðvitað verið erfitt að velja sér græju og reyna skilja hvað hentar og hvernig en þumalputtareglan (he he) er sú að byrja smátt og vinna sig svo upp í stærra, sé áhugi fyrir því.

Það er auðvitað hægt að velja með titringi eða án, breitt eða mjótt, stórt eða stutt, hart eða mjúkt, hrjúft eða slétt. Ef þú hefur aldrei prófað rassagræju þá er fyrsta hindrunin líkalega þar, að þora að nota slíka græju.

Og gott að taka það fram – það þarf ekki að byrja á græju, það má byrja bara á fingri.

Bara ekki gleyma sleipiefninu?! Það er mjöööög mikilvægt! Ómissandi með allri rassaörvun.

En hvað segirðu, hefurðu örvað á þér rassinn í kynlífi?

Langar þig til að prófa það?

Með græju?