Úff hvað það getur verið glatað, bæði að þurfa hætta með manneskju og að vera manneskjan sem er hætt með.
Sem og að meta hvort að sambandið sé komið á endastöð og þurfa bera ábyrð á að enda það.
Ólíkar tilfinningar geta vissulega fylgt í kjölfarið en algengar eru tilfinningar eins og skömm og afbrýðissemi. Þá getur þetta ferli einnig laskað sjálfsmyndina. Því er mikilvægt að sýna sér mildi.
Ástarsorg getur verið mjög átakanleg og það er mikilvægt að leyfa sér að fara í gegnum þær tilfinningar sem koma upp en þetta er líka frábært tækifæri til að skrifa nýjan kafla fyrir eigið ástarlíf.
Hvað lærðir þú af þessu sambandi?
Hvað viltu taka með þér inn í næsta samband og hvað viltu losa þig við?
Ef þú finnur að þráhyggjukenndar hugsanir sækja á þig og þú festist jafnvel í reiði þá gæti verið gott að leita sér faglegrar aðstoðar hjá sálfræðingi, annað hvort á næstu heilsugæslustöð eða þá á netinu.
Við hér hjá Betra kynlífi viljum hvetja þig til að sjá jákvæðu hliðarnar og reyna dvelja í einhvers konar þakklæti yfir breyttum aðstæðunum og jafnvel líta á það sem tækifæri!
Gangi þér vel!