Það reynist mörgum erfitt að hefja samtalið um kynlíf, skiljanlega.

Þess vegna er svona algengt að gera sér upp fullnægingu (feika) – grínlaust! Þegar fólk feikar fullnægingu þá er það oftast vegna skorti á samtali!

Þetta geta verið þrúgandi samræður þar sem þú hreinlega veist ekki hvar þú átt að byrja eða hvað þú mátt segja eða við hvern. Þetta getur verið samtal sem er erfitt að eiga við maka eða elskhuga þó þetta sé augljóslega samtal sem þú þarft að geta átt við viðkomandi þá getur verið gott að byrja á því að æfa sig með einhverjum sem ekki á hlut að máli eins og vin eða vinkonu.

En eins og samtal um kynlíf birtist mér þá er þetta mjög kynjað mál og þar standa konur oft sterkari en karlar.

Ég er með þá tilgátu að kvenfélög landsins hafi snúist um að skapa tíma og stað til að ræða um hjónaböndin og samlífið! Í alvörunni! Og það er viðtekið og algengt. Konur gefa sér ákveðið pláss til að kryfja samböndin sín og tilfinningalíf sitt. Og nei strákar – við erum ALDREI (eða ok, mjög sjaldan) að tala um typpið á ykkur.

En þegar kemur að karlmönnum, sérstaklega þeim sem eru í samböndum með konum, þá er annað uppi á teningnum…

Þegar ég hef rætt þetta við karlmenn þá greina þeir frá því að það að ræða um hjónabandið sitt og kynlífi þeirra hjóna væri trúnaðarbrestur.

Og þetta þurfum við að laga!

Þetta er myndband er vonandi ísbrjótur á samtal á milli karlmanna og kannski ákveðin hugljómun um kynjaðar hugmyndir okkar um sambönd og tilfinningar!

Og orðin! Maður minn! Geturðu notað orðin? Ríða, brundur, sleikur, meira, fullnæging, já, fastar….

Komdu í þjálfun til mín! Bara svona – hér eru verkfærin!