Þessi spurning er svo algeng og er líklegasta algengasta kynlífsvandamál í ástarsamböndum.

Það er því von mín að svarið við þessari spurningu opni samtöl milli sem flestra elskenda! En það gæti líka verið gott að skoða myndböndin um kynlöngun og kynlífsleysi samhliða á eftir eða undan þessu myndbandi.

Spurt er:

Við erum hjón sem erum búin að vera saman í 18. ár og við eigum tvö börn.
Kynlífi okkar hefur verið sveiflukennt í gegnum árin.
Það sem einkennir það samt er að ég er með mun meiri kynlöngun en frúin og langar í meiri fjölbreytileika.
En hún hefur litla löngun yfir höfuð ( ég væri til í 12-18 sinnum í mánuði en hún kannski á ári. Ég hef reynt ýmislegt til að kveikja í henni meiri löngun t.d spjall um hvernig mér líður og hvort að ég gæti gert eitthvað til að henni líði betur, stakk upp á ráðgjöf, hef keypt bækur, dvd(fræðslu), er alltaf að hrósa henni fyrir að vera frábær og sexy, höfum prófað kynlífsleikföng en oftast prófar hún einu sinni og segir svo nei, wominazer er samt að standa sig, nú það nýjasta þá stakk ég upp á að kaupa aðgang á síðunni hjá þér. Þetta er ekki alveg að virka og stakk hún upp á því að opna sambandið og ég fengi bara að leika mér en málið er að mér langar það ekki. Ėg veit ekki hvað er hægt að gera en er til í hvað sem er, því ég elska þessa konu en verð að viðurkenna að ég veit ekki hvort að ég get verið í kynlífslitlu sambandi til æviloka.