Hanna Lilja er kvensjúkdómalæknir sem rekur stofuna GynaMedica sem sérhæfir sig í að þjónusta konur á breytingaskeiðinu.

En breytingaskeiðið snertir ekki aðeins þær sem ganga í gegnum það því þetta getur haft svo víðtæk áhrif á líf kvenna og þar með allt það fólk sem er í kringum þær.

Hér fer Hanna Lilja í gegnum hormónin okkar, hver þau eru og hvað þau gera og af hverju allt fer útum allt á þessu tiltekna tímabili og hvað er hægt að gera. Þá tökum við sérstaklega testasterón fyrir.

Þetta er fyrri hluti viðtalsins við Hönnu, seinni helmingur kemur í næstu viku.

Ef þú vilt kafa enn dýpra ofan í breytingaskeiðið og þá kannski aðeins nær fyrstu persónu upplifun þá mæli ég með að þú rifjir upp viðtalið við Halldóru Skúladóttur hjá Kvennaráði. Þú getur séð það viðtal hér og hér.

Og treystu mér, þetta er ekki í síðasta sinn sem við fjöllum um þessar líkamlegu og andlegu breytingar því þetta er svo mikið hitamál, loksins!