Nú erum við ekki að fara í hvernig þú notar kynlífstæki, hvaða tæki séu hentugust eða hvar þau eru keypt (því við höfum fjallað um slíkt áður hér) heldur ætlum við nú að tala um hvernig þú kynnir kynlífstæki inn í sambandið þitt.

Kannski langar þig að nota kynlífstæki oftar sem hluta af samleik, kannski langar þig að kynna nýja græju, kannski langar þig að kaupa þína fyrstu græju og fara að nota með bólfélaga!

Skoðum aðeins þetta samtal og ef þú ert sú eða sá sem langar að kynna inn tæki þá er kjörið að senda þetta myndaband á bólfélagann til að ýta aðeins við elskunni þinni.