Já þetta var tungubrjótur!

En pældu aðeins í þessu – eru stellingar ræddar áður en kynlíf er stundað?

Og auðvitað á þetta ekki bara við um samfarir heldur líka fróun og munnmök og allskonar bara.

En hvað ræður líkaminn þinn við? Hvað hentar þér? Hvað hentar þér ekki?

Skiptir tíðahringurinn máli? Líkamsímyndin? Tengingin? Meltingin? Eða bara dagsformið?

Þetta finnst mér alltaf svo áhugavert samtal sérstaklega í ljósi þess hversu fáir eiga það við bólfélagann sinn!

En hvað segirðu, hefðurðu haldið töflufund með bólfélaga um stellingar áður en allt fer á fullt?!

Þetta er eitthvað fyrir hann vin minn Simma Vill – enda var það eftir spjallið okkar sem ég vissi að ég varð að fjalla um þetta!