Þessi spurninga er ansi algeng og eitthvað sem ansi mörg glíma við.

Spurt er:

Sæl Sigga, ég er 24 ára og mér finnst vandræðalegt að stunda kynlíf, ég held að það sé af því að mér líður ekki vel með líkaman minn en mig langar að geta notið þess að sofa hjá kærastanum mínum, hvað get ég gert?

Eins og ég bendi í viðtalinu þá mæli ég með að kíkja á spjallið okkar Sólrúnar sálfræðings um líkamsímynd og líkamsvirðingu en það er hjarta málsins hér.