La Maison de l’Amour eða Ástarhöllin eins og ég snaraði yfir er háklassa klúbbur í úthverfi Mílanó.

Þeir eru þó nokkrir klúbbarnir í Mílanó en ég myndi gefa þessum hæstu einkunn, ef þú ætlar á einhvern klúbb þá ferðu á þennan. Tja, það er að segja ef þú vilt milda og rólega og smart stemmingu. Hér er ekki BDSM leiktæki og tól eða dansgólf.

Ef þú ætlar á þennan þá myndi ég gefa mér nægan tíma OG reyna að taka metro aðra leiðina því leigubíll hingað er svolítið dýr því þetta er alveg í næsta bæ nánast. En græna línan í metro endar hér svo það er ágætt.

Þessi klúbbur er svona spa með gufuböðum, sundlaug, heita pottum, hlaðborði, bar og mjög stóru leiksvæði. Hann er mjög smart og innifalið í verðinu (sem er í dýrari kantinum) eru handklæði, sandalar og 2 smokkar.

Settu þennan á kortið þitt ef þig langar á smart kynlífsklúbb – hér er róleg og afslöppuð stemming og fólkið eftir því 🙂