Þetta er svo frábær spurning fyrir pör og elskendur að ræða, er hægt að aðgreina kynlíf frá ást?

Sum svara NEI! Og önnur – algerlega.

Og það er ekkert eitt rétt eða rangt svar, við erum ólík og eigum ólík tengsl og sambönd við fólk og okkar eigið tilfinningalíf.

Þannig að til að fara inn í þetta samtal er mikilvægt að fara ekki í alltaf/aldrei tal og nota -ég- setningar.

Við skulum bara fara saman í gegnum þetta, er það ekki langbest?

Ef þig langar að opna hugann enn lengra og skoða ólík sambandsform þá gæti verið gott að skoða þetta spjall og þennan fyrirlestur.