Þessi spurning kemur svo oft að ég þarf að taka hana extra oft fyrir og ég segi það aftur og aftur og aftur, því mér er það bæði ljúft og skylt, en það er ekki í boði að forðast samtal um kynlíf ef þú ert að stunda kynlíf með annarri manneskju.

Það er hreinlega ekki í boði.

Auðvitað skiptir máli hvað er sagt, hvernig og hvar.

En við skulum skoða það saman.

Ef þú átt maka sem neitar að tala um kynlíf þá er þetta myndband kjörið til að senda á viðkomandi eða horfa á saman.