Ef við fengjum tíkall í hvert sinn sem þessi spurning kemur upp þá…bara ættum við fullt af tíköllum 🙂

En þetta málefni kemur upp aftur og aftur og aftur – og getum við m.a. þakkað Freud kallinum fyrir það!

En skoðum þetta aðeins og af hverju þetta er svona algeng spurning og hvað þetta þýði raunverulega – er munur á fullnægingum? Og hvaða þýðingu hafa fullnægingar?

Það er von okkar hér hjá Betra kynlífi að við getum farið að kveða niður þessa fullnægingarmýtu, svona fyrir fullt og allt.