„Því meira sem þú snertir – því meira muntu finna – því meira muntu vilja“
Er hægt að orða þetta betur en Rósa María gerir?
Þetta kjarnar lífsspeki og starf Rósu Maríu sem vinnur að því að frelsa fullnægingu og unað kvenna með því að kenna þeim að þekkja píkuna sína, elska hana og fróa sér til unaðar.
Hún er náttúrulega ÆÐI!! Finnst þér ekki dýrmætt að við eigum svona konu á þessu landi okkar??
Nú er bara spurning hvort þú þorir á námskeið… en þetta gæti verið ein stærsta gjöfin sem þú getur gefið þér sem kynveru!