Jóna Dögg er listakona sem fékk þá skemmtilegu hugmynd árið 2022 að mála óumbeðnu typpamyndirnar sem hún fékk sendar frá mönnunum sem hún var að spjalla við á netinu.

Muniði – við höfum tekið fyrir typpamyndir áður og sexting svo þú áskrifandi kær ættir að vera með þín hugtök á hreinu hér 🙂

Og já það er augljós munur á typpamyndum með samþykki og þeim sem eru án samþykkis!

En þú hlýtur að velta því fyrir þér rétt eins og við, hver er frægi perrinn í Vesturbænum?

Sagan á bakvið þessar myndir, og þá sem sendu henni þær, eru auðvitað stórkostalega merkilegar!

En nú hættum við að tala og leyfum þér að hlusta!