Af hverju eru þið tvær eiginlega að hlæja?!

Sko, það skal nú bara sagt að við Sólborg höfum þekkst í þó nokkur ár og þau ykkar sem hafið hitt Sólborgu vitið hversu hrífandi hún er og það er ekki hægt annað en að leggja við hlustir og langa að vita ALLT!

Þessi kona er með einhvern drifkraft sem við öll hefðum gott af því að smitast af við og við, því ekki bara er hún bráðsnjöll og eldklár heldur líka fyndin og skemmtileg!

En hér í þessu spjalli okkar þá ræðum við um vinnuna sem aðgerðarsinni, nýjustu bókina hennar í Fávita seríunni og skúffuskýrsluna…

Og svo seinna í þessum mánuði kemur Sólborg til okkar á trúnó – þú mátt ekki missa af því!