Þegar fólk segir við mig „ég þarf ekki sleipiefni“…

Nei sko.

Snípurinn, rassinn og typpið smyr sig ekki sjálft og þarf smurningu, um hvað erum við að tala?

Sumir tengja enn einhverja skömm við að nota sleipiefni, eins og það sé merki um þurrkuntuskap. Eða ég hef oftast heyrt þetta í tengslum við píkur.

„Ég blotna feikinóg“

Sko – eins og ég sagði, snípurinn bleytir sig ekki og sleipiefni er öðruvísi en píkubleytan og getur enst lengur og jafnvel þekur aðeins betur eins og leggöngin sem getur þá komið í veg fyrir litlar rifur sem geta myndast í samförum.

Svo er typpið og kynlífstækin líka helþurr. Þau þurfa alltaf smurningu.

Og svo er það annað – af því að sleipiefni húðar kynfærin smá þá geta þau einmitt dregið úr því að þessar litlu rifur myndast og því er sleipiefni kjörið til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti!

Það ver ekki gegn kynsjúkdómasmiti en það getur dregið úr því með því að verja aðeins gegn núningnum sem myndast og getur sprengt litlar örfínar æðar.

Þannig að sleipiefni – já takk!

Svo getur þetta líka gert munnmök… ögn áhugaverðari! (þá er ég að hugsa um bragðsleipiefni) Og sumir sem fýla svona vont-gott geta upplifað nýjan töfraheim í sleipiefnum sem hita eða kæla.

Lærðu bara af mér, smakkaðu fyrst áður en smyrð kynfærin og/eða rassinn!