Þegar kynlíf verður markmiðsdrifið (þá í átt að fullnægingu) þá er það pínu eins og að missa af ferðalaginu útaf því að fókusinn er allur á áfangastaðinn.
Þetta er því samtal sem er MJÖG MIKILVÆGT að skoða og velta fyrir sér og jafnvel horfa saman á með bólfélaga.
Því það er svo margt sem gæti komið þér á óvart – eins og t.d. hvaða gildi fullnæging hefur fyrir viðkomandi og hvað það hefur svo fyrir þig og eru þetta jafnvel mjög ólík gildi?
Markar fullnægingin upphaf og enda þíns kynlífs? Af hverju?
Potum í hugmyndirnar um fullnæginguna svo að kynlífið okkar geti orðið betra!