Það má svo sannarlega hafa gaman af því að fræðast um sæði!
Það er hvítt, glært, gráleitt, klístrað, heitt, skýst langt eða lekur út, er í mismiklu magni, ertir slímhúð, veldur pirringi í augum, er skrýtið á bragðið, inniheldur zink og það er hægt að hafa ofnæmi fyrir því.
Hér skoða ég allskyns leiðir til að hafa gaman af brundi, leika sér með það og hugsa það útfrá nýjum leiðum.
En þetta er líka spurning um tillitsemi og hvað henti hverjum!
Hefurðu átt í samtali um sæði?
Hefurðu raunverulega pælt í sæði?!
Hvar má það lenda? Hvað finnst bólfélaganum þínum um sæði? Hvað finnst þér um sæði?
Þetta er ekkert nema áhugavert spjall!
Hvað er að stoppa þig frá því að ræða um sæði??