Þegar þú hugsar um orðið gæðastund, hvað kemur upp í kollinn?

Þetta er eitt af því sem fólk gleymir oft að skilgreina en getur verið með ansi ólíkar skilgreiningar á!

Fyrir sumum er gæðastund nærandi samvera í spjalli eða að gera eitthvað saman en fyrir öðrum er það einfaldlega það að vera á sama stað á sama tíma. Og þegar við erum að rækta nánd þá þurfum við að skoða þetta, sérstaklega ef þetta er eitt af ástartungumálunum okkar!

Ef kynlífið er dautt þá er þetta eitt af því sem við þurfum vissulega að skoða saman.