Þegar við erum að tala um kynlíf þá erum við að tala um manneskjuna sem kynveru og því þarf að nálgast viðkomandi á heildrænan hátt – útfrá tilfinningum og tjáningu.

Heiðarleiki er oft misskilinn sem hreinskilni og nei takk, hér gerum við mikilvæga aðgreiningu þar á milli þó hugtökin geti tengst.

En heiðarleiki er grunnurinn að trausti og traust er grunnurinn að öllum samböndum. Sama hvort þau séu til lengri tíma eða skemmri!

Þannig að, það er mjög mikilvægt að ná þessu og skoða sig HEIÐARLEGA, ert þú heiðarleg manneskju?

Gætir þú verið heiðarlegri?

Nú er um að gera að fara í smá naflaskoðun og jafnvel spyrja fólkið þitt og ræða aðeins um heiðarleika!