Athugaðu að þú fæddist ekki með þetta handrit í kroppinum, þetta er lært, þetta er menningarlegt og því er hægt að aflæra það! Og þessar hugmyndir koma ekki bara frá bólfélaganum heldur einnig frá vinum og svo er þetta endurunnið í dægurmenningunni. Það er komin tími til að endurhanna og skrifa sitt eigið handrit!
Kynlífshandritið er úrelt helvíti!
Svo ég leyfi mér að blóta!
Hvaðan heldur þú að frammistöðukvíði og stinningarvandi komi annars?!
Jú, meðal annars frá leiðinda hugmyndum um hvernig þú sem karlmaður átt að haga þér í kynlífi og hvernig þú átt að líta út. Þú átt að stjórna, vita og fullnægja. Þú átt að eiga frumkvæðið, þú átt að kunna á allt og alla, þú átt að vera alltaf til í tuskið.
Þetta er gamalt handrit sem þjónar hvorki þér né bólfélaganum þínum. Nú er mál að endurlæra og endurhanna kynlífið sitt og skrifa sitt eigið handrit!
Þá fyrst fer kynlíf að vera gott fyrir alla þá sem það stundar, vittu til!
Handritið nær allt frá því hvernig typpið á að virka, hvernig það á að líta út yfir í hvað sé gott kynlíf og hvernig þið eigið að haga ykkur í kynlífi. Gleymdu því að þú megir ekki fá fullnægingu – nei þú verður að fá fullnægingu! En ekki of fljótt og ekki of seint. Og vertu sígraður. Og alltaf í stuði. Og ekki hafna bólfélögum! Og ekki gera kröfu um gott kynlíf! Og vertu góður elskhugi! Fullnægjandi elskhugi! Og elskaðu munnmök!
Hver ákvað þetta? Hvaðan kom þetta?
Hefurðu leyft þér að skoða hvaðan hugmyndir þínar koma um sjálfan þig sem kynveru? Hver ákvað fyrir þig hvernig kynlífi þú vilt lifa og hvernig þú ert sem kynvera?
Hvað ef þú leyfir þér að skrifa þetta upp á nýtt?
Hvernig lítur þitt kynlífshandrit út?