„Ég er í svona kynveruklúbbi sem hittist einu sinni á ári og allir deila sögum af kynlífi ársins. Ég mæli með að allir stofni slíka klúbba…þetta er svo miklu meira en bara að stunda kynlíf, þetta tengist sjálfstraustinu og hver þú ert sem manneskja…“

Uh já takk! Þokkalega er ég til í svona hitting! Og vel að orði komist Unnsteinn!

Unnsteinn heldur áfram að vera í sæti svarandans og er vikan tileinkuð honum í ljósi þess að það er PRIDE (fórstu ekki örugglega í gönguna??)

Og eins og Unnstein segir, kynveran er hluti af okkur.

En hvað er að vera sexí? Og hvað er rómantík? En hvernig nærir hann sig sem kynveru? Og hvar og hvað lærði hann um kynlíf þar sem kynlíf homma var tabú og ekki rætt? Og hvað væri hann til í að vita þá sem hann veit núna?

Tengdirðu við söguna um Stóru kynlífsbókina?!