Kynlífsrólur hafa löngum vakið áhuga, og jafnvel kannski náð smá vinsældum, sérstaklega þegar þær birtast í sjónvarpsþáttum eins og „Beðmál í borginni“.

En ég verð að játa, ég skil þær ekki.

En svona erum við ólík! Og ég elska venjulegar rólur, svona á rólóvöllum, en þessar…tja….

Eða hvað, kann ég kannski ekkert að róla mér?

Kannski er þetta bara mjög sniðugt fyrir fólk með allskyns stoðkerfisvanda eða sem elskar að gera það annars staðar en í rúminu, eða eitthvað! Segð þú mér – hvað finnst þér skemmtilegast við kynlífsróluna?

Eða bökkum aðeins – hefurðu prófað kynlífsrólu? Langar þig að prófa kynlífsrólu?

Sitt sýnist hverjum en svona rólur eru nær ómissandi á kynlífsklúbbum.

Grínlaust.

Persónulega hefði ég kosið hefðbundnari rólu, bara því það er svo skemmtilegt, en ég get alveg séð hvað fólki þykir heillandi við rólurnar þó ekki sé nema bara til að krydda kynlífið sitt eða skapa smá kynlífsklúbbastemmingu heima hjá sér.

Samt vesen að þurfa bolta þær upp í loftið… eða ef þú vilt það ekki þá er auðvitað alltaf hægt að prófa sætið sem smellist yfir hurðina. Þegar það er vilji þá er leið!