Já hann hefur verið aðeins í umræðunni en ég verð að segja eins og er, hann bræddi mig þegar hann talaði um ástarsambönd og samskipti í þættinum Allskonar kynlíf og ég vissi að ég yrði að fá að spjalla við hann aftur og heyra meira og betur hvað hann hefði að segja.

Hann er eldklár og skemmtilegur, tilbúinn að hlusta og læra og pæla og segir svo vel frá enda verður hann gestur okkar hér í Betra kynlífi næstu vikurnar.

Beggi var að gefa út nýja bók – 10 skilaboð, að skapa öryggi úr óvissu, og spilið 24/7 og er um þessar mundir í doktorsnámi í Kaliforníu í jákvæðri sálfræði.

Það er því ekki lognmolla í kringum hann – sem betur fer, við höfum svo gott af því að láta hrista aðeins upp í okkur!

Ég treysti því að þið munið hafa jafn gaman af þessu spjalli eins og ég hafði það 🙂