Ég ELSKA hvað listin getur nálgast kynveruna á fjölbreyttan hátt og farið þangað sem akademían getur ekki! Það er svo magnað að leyfa sér að upplifa svona gjörning og svona verk og skoða hvert hugsanirnar fara, hvernig við tengjum við listamanninn og verkin og hvernig við túlkum þau sem áhorfandinn. Það var sérstaklega áhrifaríkt að hlusta á hana flengja strigann og svo að setja drum n´bass tónlistina alveg í botn og vita að ég sem áhorfandi mætti stjórna ákveðnum bassa sem kom frá titrara sem var inni í leggöngunum hennar í gjörningnum. Þannig færðu ekki alveg að standa utan fyrir verkið heldur verður hluti af því.

Það er svo dýrmætt að eiga listafólk sem þorir og ögrar okkur og sjálfu sér.

Þetta er mögnuð sýning og spennandi að fylgjast með Katrín Ingu og hvað hún gerir næst!

Myndir þú ekki alveg örugglega mæta í ástarreivið hennar?

Og ef þig langar í verk – þá getur þú orðið þér útum það hér.