Kristján Hafþórsson er stjórnandi hlaðvarpsins Jákastið og kom hann og sat fyrir svörum í kynveru-stólnum.

Kristján brennur fyrir heiðarlegum samskiptum og jákvæðni en hann er tveggja barna faðir og maki. Honum finnst mikilvægt að hjónin tali reglulega saman og að allt megi ræða, líka kynlífið.

Við gætum ekki verið meira sammála honum en hér fer hann yfir sína sín á kynlíf og ástina og hvernig sé best að hreinsa loftið eða næla sér í einn rómó „bryggjubita“!

Þessi umfjöllun er gott pepp inn í sambandið til að minna sig á það sem skiptir máli og sjá hvaða verkfæri önnur pör nota til farsældar í sínu sambandi.

Ertu þú með manneskju sem þú myndir vilja sjá í kynveru stólnum? Eða spurningu sem þú myndir vilja að kynverur svari?