Rúnkmúffan – fyrir þig og þína sjálfsfróun!

Ég hef aldrei skilið af hverju það þykir eitthvað dapurlegt fyrir typpi að rúnka sér með græju. Það er akkúrat ekkert dapurlegt við það. Mér þykir frekar dapurt ef þú prófar aldrei græju því þú upplifir skömm og fordæmingu annarra.

Þinn réttur er að fá sem mest út úr þínum sjálfs unaði og því má alveg prófa græjur!

Svo er það annað mál hvort það henti þér að nota græju eða ekki en það má alltaf prófa sjáðu til.

Það gilda ekki einar reglur um píkur og aðrar um typpi, neibbs, öll kynfæri eiga rétt á unaði og stundum krefst slíkt titrings og aukins þrýstings og tæknilegra útfærslna. Og engin skömm að því.

Gvuðminngóður ég hló svo mikið að stunum í titraratottaranum! Ég bilaðist!

En sjáiði hvað það er komið margt skemmtilegt fyrir typpin! Einu sinni var bara eitthvað sílikonferlíki í boði en nú er allskonar, og allskonar smart líka!

Hvað stoppar þig frá því að nota græju?

Myndirðu nota græju í sjálfsfróun? En með maka?

Ef þú greinir skömm þá er um að gera að skoða það því þú mátt algerlega prófa að nota græjur og komast að því fyrir þig hvort þetta sé eitthvað sem henti þér eða ekki.

Kynlíf er til að hafa gaman af því, hvort sem það sé með bólfélaga eða ekki, og tæki eru smá krydd í tilveruna.

Hvað segirðu, hefurðu prófa græju?