Þú veist að við ELSKUM að fá spurningar og málefni sem þið viljið að við fjöllum um!

Þessi spurning er svo mikilvæg og alltof sjaldan til umræðu en við gerum því góð skil hér.

Spurt er:

„Ég hef farið víða um heim í swingers klúbba, nektarhótel, swingers hótel og fleira. Ég hef rekið mig á að alls ekki allir sem nota smokka, sérstaklega hjón með öðrum hjónum, ég hef verið með í 3-some og 5-some hér heima og engin krafa um smokka. Ég skoða stundum kynlífs kvikmyndir og það er algjör undantekning ef smokkar eru notaðir í hóp sex og allir með öllum. Nú spyr ég hversu mikil áhætta er að stunda smokkalaust kynlíf og hvaða sjúkdóma gæti maður smitast? Hvort er varasamara fyrir konur eða karla að fá kynsjúkdóma? Dæmi: Ég á kynlífsvinkonu og við hittumst þegar báðum hentar en ég hitti svo aðra konu í sumar, þar stunduðum við smokkalaust kynlíf. Hver er áhættan? Fyrir mig og fyrir konurnar?“