Það er alltaf jafn merkilegt að heyra karlmenn hneykslast á kynlífstækjaeign kynbræðra sinna. Eins og það sé eitthvað dapurlegt eða rangt við að eiga kynlífstæki.

En veistu hvað?

Það er dapurlegt að bera skömm yfir sjálfsunaði.

Græjur eru hannaðar til að auka unaðinn þinn. AUKA UNAÐINN.

Hvernig er hægt að skammast sín yfir því?!

Og græjur má nota í einrúmi eða með maka og geta bara gert kynlífið skemmtilegra.

Er ekki kominn tími til að dömpa skömminni?

Svona án gríns, einu sinni gaf ég maka kynlífstæki, rúnkmúffu í gjöf á bóndadaginn og menn skiptust í fylkingar, annað hvort væri þetta snilldargjöf eða ótrúlega mikið diss.

DISS?!

Mér er annt um unað makans míns – auðvitað gefa ég þá græjur sem mögulega geta fært viðkomandi aukinn unað – það segir sig sjálft!

Konur gefa oft kynlífstæki í tækifærisgjafir, auk þess að þær eru duglegar að versla sér sjálfar, þú mátt líka taka þetta pláss. Þú mátt leyfa þér að prófa og athuga hvort þú fýlir þetta eða ekki.

Er lífið ekki ein stór tilraunastarfsemi og til að komast að því hvað við fýlum, og hvað ekki, þá þurfum við að prófa það?

Skömm á ekki heima hér, ekki frekar en í neinu öðru kynlífi.

Leyfðu þér, þú átt þennan líkama og þessi kynfæri og þennan unað.