Barbara Carrellas fer með okkur betur í gegnum orkuvinnuna í tantra og orkustöðvarnar og hvernig fólk kveikir á þessu.

Varstu búin að kíkja á fyrsta hlutann? Ef ekki þá getur þú gert það hér.

Ég mæli með því að horfa á það fyrst.

Þar sem þekking mín um tantra er afskaplega takmörkuð þá þótti mér þetta allt saman mjög fróðlegt!

En líka fannst mér sérstaklega áhugavert að ein manneskja getur verið í tantra pælingum en ekki hin þó það fólk sé að stunda kynlíf saman! Sem minnir mig reyndar á eina fyndna sögu þegar ég lenti í tantrískum bólfélaga sem bara andaði og blés á mig af ákafa allt kynlífið, mér leið eins og ég væri í 80´s sjampóauglýsingu þetta var svo svakalegt. Eftir á þá sagði viðkomandi mér að hann hefði verið að tantra sig. Mér fannst það frekar spes. Svo ekki sé meira sagt um það mál!

En hvað finnst þér – gætir þú hugsað þér að prófa tantra?

Hefurðu prófað tantra?