Sumir bera fyrir sig að þau séu ekki góð í að gefa gjafir eða jafnvel að þeim finnist það óþarfi, því sá hin sami vill kannski ekki þiggja gjafir. En hér er svo mikilvægt að við þurfum að leggja okkur til hliðar til að sjá makann. Ef þetta er ástartungumál makans þá þurfum við að geta mætt því.

Ó veistu kannski ekki hvert ástartungumálið þitt er? Taktu prófið hér.

Og jafnvel sendu á maka ef viðkomandi veit ekki sitt.

Ef ástartungumálið eru gjafir þá þurfum við að læra hvað felst í því að gefa gjafir því við viljum geta gefið gjafir sem makinn vill þiggja. Þar sem makinn upplifir að þú sjáir viðkomandi og þekkir. Þannig lærum við, við glósum hjá okkur, við hlustum, við spyrjum. Gjöf getur verið uppáhaldssúkkulaðið úr búðinni sem þú kipptir með þér í vikulegu innkaupaferðinni eða jafnvel lítill fífill sem þú tíndir á leiðinni heim úr vinnunni eða lítill miði sem þú laumaðir ofan í jakkavasann.

Þetta kemur með tímanum, ef þetta er tungumál og tjáning sem þér er ekki tamt að beita. Og spurðu! Ástartungumálin eru einnig tækifæri til samtals.

Leggjum ekki dóm á þetta tungumál sem síðra en önnur tjáning heldur mætum henni bara og ræktum.

Veistu hvert ástartungumálið þitt er?

Ef þú veist ástartungumálið þitt, hvert er það?