Þetta er eitt skemmtilegasta og mest lýsandi orð á móðurmálinu okkar, bókstaflega að fella skjöldinn og standa ber og óvarinn.

Berskjöldun felur í sér áhættu og einlægni en hún getur gefið af sér sterka tengingu og traust.

Þetta er ekki „trauma-dumping“ heldur er hér hugrekki og tækifæri til samkenndar og dýpri tengingar.

Hér bjóðum við okkar fólki að sjá okkur.

Þetta er kannski trúnó í sínu sannasta formi.

Brené Brown er  einna þekktust fyrir að hafa opnað á umræðuna um mikilvægi berskjöldunar og mælum við heilshugar með að kíkja á hennar efni ef þú finnur að þú kveikir á og vilt vita meira.