Þetta er mikið rætt og oft sagt vera ansi mikilvægur liður, eða hvati, fyrir því að fólk dragi sig saman og stundi kynlíf. Sumt fólk segir jafnvel að kynlíf gangi út á nánd eða að eina leiðin til að rækta nánd með maka eða elskhuga sé í gegnum kynlíf.

Ég er ekki alveg sammála því.

Skoðum aðeins saman hvað felst í nánd og hvernig megi víkka það hugtak og jafnvel fjarlægja aðeins frá hinu kynferðislega.

Það er nefnilega hægt að njóta kynlífs án nándar og það er hægt að rækta nánd á ókynferðislegan hátt í kynferðislegu sambandi. Ég vil reyndar meina að það sé nauðsynlegt fyrir elskendur að geta ræktað nánd á fleiri sviðum en bara bólinu.

En skoðum þetta og endilega pásaðu myndbandið til að glósa hjá þér, ræða við maka, eða bara spá & spöglera. Þetta er gott vinnutæki fyrir þig til að skoða þig og þín viðhorf.

Þetta er svona kjörið sjálfsvinnu-myndband!