Úff þetta er alltaf svo snúið, ekki satt?

Að berskjalda sig fyrir elskhuga og vona að viðkomandi taki vel í það, að minnsta kosti svari ekki í reiði eða fordæmingu eða viðbjóði – það eru svona viðbrögðin sem flest óttast. En berskjöldun er alltaf smá áreynsla og óþægindi, annars væri það ekki berskjöldun! Beggi Ólafs talar einmitt um það hér.

En skoðum spurninguna!

Hæ, Ég er karlmaður (27) í sambandi með stelpu (24) og mín helsta fantasía síðustu 2-3 ár er að hún sofi hjá öðrum karlmönnum. Ég hef aldrei sagt henni frá þessari fantasíu en hef margoft reynt að finna kjarkinn til að tala um þetta. Ég einfaldlega þori ekki að ræða þetta við hana útaf hræðslu um að verða dæmdur eða verr, hún fari frá mér. Hvernig get ég spurt, eða komist að því hvort hún sé til í eitthvað svona, án þess að hljóma eins og versti perrinn?

Ef þú vilt kynna þér nánar muninn á hot wife og kokál þá getur þú gert það hér. Eins ef þú vilt skoða hvernig megi hanna fantasíu og nota hana í leik þá eru leiðbeiningar hér fyrir valdafantasíu t.d.