Spurning vikunnar er nokkuð algeng þó mér finnist oft eins og þeir sem glíma við þetta vandamál haldi að þeir séu eini í heiminum og að allt sé glatað, til eilífðarnóns.

Svo er sko aldeilis ekki en við skulum skoða þetta aðeins.

Spurning:

„Smá ves á okkur hjónum. Maðurinn minn virðist vera hættur að fá fullnægingu þegar við stundum kynlíf, hefur ekki fengið fullnægingu núna síðustu 3 skipti i röð. Hefur alveg komið fyrir áður svona stöku sinnum en þa hefur hann verið þreyttur eða illa fyrir kallaður. Okkur vantar ráð til að brjótast í gegnum þetta því núna er þetta komið a sálina a honum sem er glatað.. vonandi áttu einhver ráð fyrir okkur því við erum lost!!!“