Varstu búin/nn/ð að sjá fyrsta hlutann af þessu spjalli okkar Begga?

Hann Beggi minn, eins og ég kýs að kalla hann, er náttúrulega svo skemmtilegur í spjalli því það er hægt að fara á svo mikla dýpt og það má skoða allskonar, bæði óþægilegt og skemmtilegt.

Ég leyfði mér að fara um víðan völl og ég vona að þú njótir spjallsins okkar! Það er virkilega dýrmætt að hlusta á karlmann tala um tilfinningar og að berskjalda sig.