Camy segir rómantík vera það að vera séður af makanum – en þekkirðu ástartungumálið þitt? En makans? Ef ekki – hvernig ætlarðu þá að rækta rómantíkina?!

Ef þú veist ekkert hvað ástartungumálið er – kíktu þá á það fyrst!

Svona, skottastu þangað fyrst.

Camy deilir hér með okkur ástartungumálinu sínu og hversu mikilvægt það er fyrir henni og því sambandi sem hún er í, til að þiggja ást og veita ást.

En mig grunaði aldrei að þetta væri ástartungumálið hennar?!

Þetta er held ég mjög algengt ástartungumál og virkilega misskilið og vanmetið!

Þekking á ástartungumálunum getur hjálpað pörum til að viðhalda tengingunni og rækta ástina, daglega á hversdagslegan hátt, ekki endilega með pompi og prakti þannig að öllu sé tjaldað til. Því ef tenging er rofin, þá er rómantík enginn, sama hverjar aðstæðurnar eru. Ef enginn er stemming þá er enginn rómans!

Hefurðu horft á myndbandið um ástartungumálin?

Ég mæli með því að kíkja á þau og eftir það taka svo prófið til að finna hvert þitt ástartungumál er.