Það er alveg magnað hversu einfalt þetta er en samt svo áhrifaríkt og hversu margir klikka á þessu, annað hvort með því að rjúka af stað og sleppa þessu eða með því að fara meta kynlífið og hvað hefði betur mátt fara. Eða tala um einhver erfið tilfinningamál.

Þetta er ekki staður né stund. Hér erum við í kósí og mýkt.

Ef þú upplifir að tenging rofni um leið og fullnæging á sér stað þá má alveg skoða að vera til staðar fyrir makann eða bólfélagann og taka stöðuna á viðkomandi.

Við erum bara að tala um kortér.

Hjá sumu fólk er það lengur en yfirleitt ekki skemur. En það þarf ekkert að þýða að allt sé ónýtt ef fólk getur ekki eytt þessu kortéri saman, alltaf eftir kynlíf.

Þetta snýst meira um að huga meðvitað að því hversu berskjaldað fólk getur verið eftir kynlíf og að passa upp á sig og bólfélagann, með natni og alúð.

Talið um einhverja drauma, framtíðina, eitthvað sem ykkur þykir gott og skemmtilegt og vænt um. Höldum okkur á jákvæðu og einlægnu nótunum hér. Ekki uppgjör. Það má auðvitað þakka fyrir sig, hrósa kynlífinu og bólfélaganum.

Ef að bólfélagi vill ekki koddahjal og/eða líður illa þá er um að gera að vera til staðar og skoða það.

Finnst þér koddahjal mikilvægt?

Finnst þér þú þurfa að læra meira um koddahjal?