Það er kannski réttara að taka fram að ekkert typpi er sýnt í þessu myndbandi en ef þig langar að sjá typpi þá getur það í öðru myndbandi.

Limur! Reður! Böllur!

Mér er slétt sama hvað þú kallar hann, alltaf er hann jafn mikið krútt!

Okei, það finnst kannski ekki öllum typpi vera dúllur en ég hef sjúklega gaman af typpum en ofsalega þykir mér oft leiðinlega talað um þau!

Þessu langar mér að breyta.

Mig langar að fagna typpum!

(ATH ég er ekki að biðja um holskeflu af typpamyndum)

Mig langar að fræða þig um typpi og allt sem því mögulega tengist. Lyftum umræðunni upp á hærra plan og skoðum liminn frá öllum mögulegum hliðum.

En hefurðu tekið eftir því að það er alltof sjaldan talað um typpi, hvað þá að þeim sé fagnað eða að minnsta kosti skoðað hvernig er rætt um þau og hversu neikvæð sú umræða er oft á tíðum?

Ég man eftir mínu fyrsta typpi, mér fannst það alveg stórmerkilegt. Mér fannst svo skrýtið hversu krumpuð þau gátu verið og að sjá muninn á milli þess að þau væru stinn og slöpp, mjög áhugavert. Enda fékk fyrsti kærastinn aldeilis að finna fyrir þessum typpaáhuga mínum með spurningaflóði um hvernig það væri að vera með svona utan á sér. Og ég hef tekið eftir því að þegar ég ræði typpi við unglingsdrengi þá lifnar oft yfir þeim og þeir hafa ótrúlega gaman af því að fá að ræða opinskátt, og jafnvel fíflast smá, með krúnudjásnið þeirra. Sko, bara í orði, augljóslega.

Ég vona að þú njótir þess jafn mikið að fræðast um typpi og ég nýt þess að fræða um þau!