Já við höfum fjallað svolítið um skömm hér á þessum vef og erum hvergi nærri hætt því hún spilar svo stóran hluta í okkar kynverund.

Nú fjöllum við um skömmina sem getur fylgt kláminu sem þú horfir á (eða leyfir þér ekki að horfa) og hversu mikilvægt það er að aðgreina fantasíuna frá raunveruleikanum.

Klám er auðvitað sérkapítuli útaf fyrir sig (sem við höfum aðeins stiklað á) en við þurfum að geta rætt um það eins og allt annað og það frá mörgum hliðum.

Þetta er viðkvæmt málefni en fordæming og útskúfun og já skömm er mjög hættuleg sálarlífinu okkar og alveg til þess fallið að drepa allt kynlíf.