Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur og kynlífsráðgjafi er okkur alls ekki ókunn enda bæði samstafsfélagi og góð vinkona sem hefur fjallað um kynlíf og krabbamein og framhjáhald.

Hún gaf nýverið út sína fyrstu bók „Lífið er kynlíf “ og hér tölum við saman um tilurð og tilgang bókarinnar og starf hennar sem kynlífsráðgjafa.

Að sjálfsögðu fá áskrifendur Betra kynlífs afslátt af bókinni í gegnum vefsíðu Áslaugar! Ef þú notar kóðann betrakynlíf við greiðslu þá færðu afslátt 🙂

En ef við köfum aðeins dýpra í bókina þá er henni lýst svona: Lífið er kynlíf er um ástina, sambönd og kynlíf.  Mikilvægi góðs kynlífs í ástarsamböndum er óumdeilt. Erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leiti eru farsæl og hamingjurík. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur hefur áralanga reynslu af meðferð para sem steytt hafa á skeri á þessu mikilvæga sviði lífsins. Í bókinni fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera sambandið ekki bara bærilegt, heldur frábært. Hamlandi viðhorf eru endurskoðuð, pörum kenndar leiðir til að kveikja kynlöngunina og  þeim leiðbeint til að auka vellíðan og styrkja sambandið. Einstök handbók sem öll pör þurfa að eiga og lesa aftur og aftur.