Daður getur verið svo skemmtilegt.

Vandræðalegt líka, vissulega, en líka svo geggjað!

Hér förum við saman yfir nokkra punkta í daðri, engin geimvísindi en góð áminning sem ert vert að hafa bakvið eyrað, sér í lagi ef þú ert að koma út á markaðinn eftir smá fjarveru (ágætt að kíkja líka á þetta myndband til að undirbúa sig fyrir það sem daður getur haft í för með sér!)

Nú ætlum við að fínpússa hrósin okkar, brynja aðeins hjartað fyrir höfnun og leyfa okkur smá gleði og húmor!

Og vert að minnast á eitt – þó þú sért í sambandi þá ertu ekki laus við daður, það er undirstaða þess að viðhalda glóðinni í ástareldinum að daðra smá við makann sinn! Í alvörunni!