Flestar evrópskar stórborgir eiga sitt eigin kynlífssögusafn. Og auðvitað er eitt slíkt í Barcelona.

Í upphafi skal endinn skoða – á vel við hér!

Hvaðan koma hugmyndir okkar um kynlíf? Hvernig var kynlíf í gamla daga?

Hvernig var fyrsta klámmyndin? Af hverju var Spánarkonungur með klám á heilanum?

Hvernig voru kynlífstæki fyrir hundruðum ára?

Já svarið við þessum og hundruði fleiri spurninga má finna hér! Ég elska svona söfn!

Ef þetta opnar ekki á einhver samtöl þá veit ég ekki hvað gerir það!

Þó ekki sé nema bara að ná samfélagamiðlamynd af sér að dinglast í dildóum!

Ég mæli alltaf með því að leyfa sér að kíkja á svona safn, gefa sér tæpa klukkustund til að fræðast og skoða og ég get næstum lofað þér því að þú lærir eitthvað nýtt.