Nú erum við að tala um KANÓNU!

Barbara Carrellas er best þekkt fyrir bókina sína Urban Tantra sem var og er ein af fyrstu og fremstu bókum í kynfræðiheiminum um tantra, á mannamáli!

Hún er með tugi bóka, myndbanda og fræðsluefnis á síðunni sinni.

Við sumsé hentum okkur yfir hafið til að hitta hana og taka viðtal við hana um hvað tantra sé og hvað það sé ekki, hvernig fólk getur nýtt sér það í sínu kynlífi og hvaða áhrif það getur haft á kynlífið.

Það var svo margt sem ég lærði í þessu spjalli okkar sem ég hef aldrei heyrt af áður! Eins og orkufullnægingin með öndun !

Og líka bara hvernig er hægt að nýta tantra inn í nándina en líka til að dýpka unaðinn.

Þetta er magnað spjall – njótið vel!