Eins og þú veist þá höfum við fjallað um heiðarleika, traust, fyrirgefningu, berskjöldun, og skömm, en þessi umræða er svo mikilvæg þegar við undirbúum okkur fyrir að taka samtalið með maka.

Við höfum líka fjallað um hvaða tími hentar betur en annar til að taka samtalið og af hverju við óttumst að taka þetta samtal.

En nú ætlum við að skoða hvað felst í því að skapa öruggt rými.

Það er ekki eingöngu mikilvægt fyrir samtalið heldur einnig fyrir leik, hvort sem það er fantasíu leikur eða valdaleikur eða fróun fyrir framan eða með maka.