Við segjum gjarnan að traust sé nauðsynlegur grunnur fyrir öll sambönd en hvernig vitum við hverjum eigi að treysta og hvað gerist þegar við treystum en það traust er brotið, er hægt að endurbyggja traust?

Hvernig lærum við að treysta?

Hvað er traust?

Skoðum traust frá nokkrum vinklum og á þetta einstaklega vel við þig ef þú átt erfitt með að treysta fólki og/eða ef þú ert að endurbyggja traust í þínu sambandi (eins og eftir framhjáhald).

Þá er um að gera að rifja upp spjallið við Kristínu Tómasdóttur fjölskylduráðgjafa og Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa um traust! Og ómissandi í þessu samtali líka er heiðarleikinn og fyrirgefningin.